top of page

Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Nokkrir harðjaxlar stilla sér upp á stillans úti um miðja síðustu öld áður en skipaskemman var reist , þá var ekki vælt útaf veðrinu.
scan0004.jpg
Starfsmenn SKN 1956
Oddbergur Eiríksson SS og St. Bjarni Einarsson VS og FS. Stefán Þorvarðarson SS. Kristofer Þorvarðarson VM. Óskar Guðmunsson SS. Jóhann Guðmunsson VM. Halldór Höskuldsson NE. Valgeir Borgarson NE. Guðbergur Sveinsson VM.
thumbnail_auðunn1.jpg
Her er verið að " kalfatta " sem er aðferð sem notuð var við að þétta plankabyggð tréskip með tjöruhampi.
thumbnail_n%C3%B3tab%C3%A1tar_edited.jpg
Gamall og góður Bens að draga bát
thumbnail_gunnar hámunda1.jpg
Hér sjást menn vinna við smíði á Gunnari Hámundasyni GK 357 Í Skipasmíðastöð Njarðvíkur árið 1954 og hefur smíðanúmerið 1. Þarna voru öll verk unnin úti undir berum himni, ólíkt því sem gert er í dag.
Gunnar Hámundarson er eikarbátur og er 21,5 m langur og 5,2 m breiður og er 50 brúttótonn.
thumbnail_gunnar hámunda.jpg
Gunnar Hámundarson var alla tíð gerður út af sömu útgerð, Gunnari Hámundarsyni ehf, sem var elsta útgerðarfyritæki landsins, stofnað í Garði árið 1911. Gunnar var mikið aflaskip og happafley.
 
Gunnar var seldur hvalaskoðunarfyritæki á Hauganesi sem er í eigu Árna Halldórsonar og Halldórs Halldórssonar og Garðars Níelssonar.
 
Eins og sjá má á myndinni er Gunnar gullfalegur bátur sem hefur fengið gott viðhald og þjónustu hjá Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf.
Saga Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur

Bjarni Einarsson ofl. stofnuðu hlutafélag um Skipasmíðastöð Njarðvíkur í febrúar árið 1945. Í upphafi eru markmiðin sett fram á stjórnarfundi Skipasmíðastöð Njarðvíkur.

 

" Tilgangur fjelagsins er að annast skipasmíðar og skipaviðgerðir, uppsátur skipa, vjelsmíði og vjelaviðgerðir og allskonar vjelavinnu á járn og trje, ennfremur efnissölu.“

Grunnmarkmiðin eru enn í dag í fullu gildi og er Skipasmíðastöð Njarðvíkur nú í fararbroddi í viðgerðum og viðhaldi á skipum.

bottom of page