top of page
Nýja SKN.jpg

Skipasmíðastöð Njarðvíkur

Árið 2022

skipasmidastodnjardvikursamningur2020.jp
Frá undirskrift viljayfirlýsingar í húsakynnum skipasmíðastöðvðarinnar þann 31.ágúst 2020.
Skipasmíðastöð Njarðvíkur hefur átt frumkvæði að viðræðum við bæjarstjórn og hafnaryfirvöld í Reykjanesbæ um viðamikla uppbyggingu í Njarðvíkurhöfn.
 
Að sögn Þráins Jónsonar framkvæmdastjóra skipasmíðastöðvarinnar er um að ræða þjónustuklasa sem mun þjóna skipum á norðurslóðum, íslenskum sem erlendum.
Hugmynd skipasmíðastöðvarinnar er að nýta sérþekkingu á margvíslegum sviðum sem safnast hefur upp hjá vél og stálsmiðjum víða á landinu. Öflug málmvinnslufyritæki og vélsmiðjur fengju stóraukin tækifæri í verkefnum og þróun.
Þannig yrði þjónustuklasinn byggður á fjölda fyritækja, hvert með sína sérþekkingu.
Kjartan Már Kjartansson bæjarstóri, segir að búið sé að ræða við yfirvöld og þingmenn og sé góður stuðningur við málið en ríkið kemur að byggingu varnargarða sem er forsenda þess að hægt sé að fara í byggingu kvíarinnar. Þetta er að hans sögn mjög jákvætt og mun skapa fjölda starfa. Frumkvæðið kom frá Skipasmíðastöð Njarðvíkur og er það einmitt það sem við hjá Reykjanesbæ höfum leitað eftir, að sjá frumkvæði koma frá öðrum en sveitarfélaginu.
Halldór Karl Hermannsson, hafnarstjóri Reykjaneshafnar, segir þetta frábært verkefni og mun hafa mikla þýðingu fyrir rekstur hafnarinnar. Rekstur hafnarinnar hefur verið þungur og uppbygging í Helguvík hefur ekki gengið eins og stefnt var að, eins varð aflabrestur í makríl sem hefur aflað höfninni talsverðra tekna undanfarin 5 ár.
Við verðum því að horfa til nýrra tækifæra og þarna er tækifæri sem lofar góðu fyrir höfnina og samfélagið í heild.

Íslenska ríkið kemur að verkefninu.

Þáttskil urðu í rekstri Skipasmíðastöðvar Njarðvíkur föstudaginn 11 desember 2020 þegar fjárlaganefnd Alþingis samþykkti við aðra umræðu fjárlaga að taka höndum saman með Reykjaneshöfn og skipasmíðastöðinni með fjárstuðningi við uppbyggingu hafnarmannvirkja. 

Silja Dögg Gunnarsdóttir þingmaður í Suðurkjördæmi sagði eftir að málið var samþykkt að það væri ánægjulegt og mikilvægt því að við höfum lengi reynt að vekja athygli á þessu mikilvæga atvinnumáli á suðurnesjum.

Um er að ræða framkvæmd sem lýtur að því að dýpka höfnina og reisa varnargarða og viðlegukanta og síðast en ekki síst að reisa yfirbyggða þurkví sem keypt verður frá Tyrklandi.  Hús og kví verða flutt hingað í tvennu lagi og er húsið 33 metrar á hæð , 135 metra langt og 40 metrar á breidd. Mun skipaskýli þetta geta tekið inn öll stærstu fiskiskip sem gerð eru út á íslandi og einnig skip Landhelgisgæslunnar, en vonir okkar standa til þess að Landhelgisgæslan flytji skipaflota sinn hingað og fái hér þjónustu.

Thor_07102011_edited.jpg

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór er á áætlun í 5 ára klössun árið 2022 og yrði þór kærkomið opnunarverkefni fyrir  nýja skipaskýlið.  Þessi breyting og viðbót við skipasmíðastöð Njarðvíkur mun færa suðurnesjum 250 til 300 störf bein og óbein og hafa fjölmargir fjárfestar sýnt málinu mikinn áhuga enda mjög framsækið verkefni um að ræða.
skipasmidastodyfirlitsmynd-2.jpg

Yfirlitsmynd

Á þessari yfirlitsmynd sjást viðlegukanntar og varnargarðar ásamt skipaskýlum, einnig má sjá byggingar þar sem utanaðkomandi þjónustuaðilar og verktakar myndu hafa aðstöðu vegna vinnu við skip í skýlunum. Það yrði væn viðbót við fyritækjaflóru svæðisins.
bottom of page