top of page

ÞJÓNUSTA

Haustið 1998 tók Skipasmíðastöð Njarðvíkur hf. í notkun nýtt skipaskýli þar sem boðið er uppá allar almennar skipaviðgerðir allt árið um kring, óháð veðri. Aðstæður þessar skapa verulegan tímasparnað í framkvæmd viðgerða og munar allt að 50% í málningarvinnu auk meiri gæða vinnunnar.

Inn í skýlið getum við tekið skip með eftirfarandi stærðartakmörkunum:

  • Mesta lengd 53 m

  • Mesta breidd 10 m

  • Djúprista aftan 5,4 m

  • Djúprista framan 3,5 m

  • Særýmd (þyngd) 800 t

  • Hæð frá kili uppí masturstopp 25 m

bottom of page